Þetta veit ég / Þetta ímynda ég mér

International Poetry Reading | Nordic House Reykjavik | August 31 at 7 pm
link to Nordic House website

Alla poeter representerade på isländska, spanska och svenska. Tillgänglig i 100 exemplar och presenteras på Þetta veit ég / Þetta ímynda ég mér den 31/8

🌿Participating Poets:
Johan Jönson (Sweden), Heidi von Wright (Finland), León Plascencia Ñol (Mexico), Haukur Ingvarsson (Iceland)
Roxana Crisólogo (Finland), María Ramos (Iceland)



🍀Translators
Halla Kjartansdóttir, Margrét Lóa Jónsdóttir, John Swedenmark, Petronella Zetterlund

Presented by Petronella Zetterlund and Margrét Lóa Jónsdóttir

Organizers: NOXLit: https://noxlit.com
Reykjavík UNESCO City of Literature
petzetera: https://www.petzetera.c

Alþjóðleg ljóðadagskrá / International Poetry Reading

Miðvikudaginn 31. ágúst kl. 19 verður alþjóðleg ljóðadagskrá í Norræna húsinu með skáldum frá Íslandi, Finnlandi, Svíþjóð og Mexíkó. Um leið kemur út ljóðakver með ljóðum þessara skálda, á íslensku og frummálum, sem selt verður á staðnum.

Á tímum heimsfaraldurs, stríðsátaka og náttúruvár er mikilvægt að minna okkur á að við erum manneskjur sem deila sameiginlegu rými og að sköpunarkrafturinn hjálpar okkur að takast á við það sem við stöndum frammi fyrir hverju sinni. Það skiptir máli að varðveita sögu okkur, reynslu og minningar og vinna úr þeim á þann skapandi hátt sem hentar hverju og einu okkar best. Við höfum þörf fyrir bæði samsköpun og persónulega tjáningu í samræmi við menningu okkar og tungumál og eigum þannig í samræðu við umhverfi okkar í nútíð og fortíð.

Það sem tengir skáldin sem koma fram á viðburðinum er sjálfssögulegur þráður í sumum verka þeirra. Skáldin eru að öðru leyti afar ólík, það sem þau vita og það sem þau ímynda sér gerir þau hvert um sig einstakt og litar þann vef sem þau spinna í ljóðlistinni.

Skáldin eru:
Johan Jönson (Svíþjóð)
León Plascencia Ñol (Mexíkó)
Heidi von Wright (Finnland)
Haukur Ingvarsson (Ísland)
Roxana Crisólogo (Finnland)
María Ramos (Ísland)

Þýðendur:
Halla Kristjánsdóttir
Margrét Lóa Jónsdóttir
John Swedenmark
Petronella Zetterlund

Petronella Zetterlund og Margrét Lóa Jónsdóttir stýra dagskránni.

Viðburðurinn og útgáfa ljóðakversins er samstarfsverkefni NOXLit og Reykjavíkur bókmenntaborgar UNESCO. Athugið að kverið verður eingöngu selt á staðnum og er gefið út í takmörkuðu upplagi.

NOXLit er fjölmála bókmenntavettvangur á Norðurlöndum, sjá vef samtakanna hér: